Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
banner
   mán 17. nóvember 2025 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo og Messi stefna á að bæta HM-met
Tveir af allra bestu fótboltamönnum sögunnar bæta HM-met næsta sumar ef allt fer að óskum.
Tveir af allra bestu fótboltamönnum sögunnar bæta HM-met næsta sumar ef allt fer að óskum.
Mynd: EPA
Goðsagnirnar Cristiano Ronaldo og Lionel Messi verða fyrstu fótboltamennirnir til að spila á 6 heimsmeistaramótum ef þeir halda sér frá alvarlegum meiðslum næstu mánuðina.

Ronaldo verður 41 árs gamall þegar HM fer af stað næsta sumar og mun Messi eiga 39 ára afmælisdag á miðju móti eins og svo oft áður.

Þeir hafa báðir tekið þátt í fimm heimsmeistaramótum hingað til eins og nokkrar aðrar goðsagnir fótboltaheimsins. Engum hefur þó enn tekist að spila á sex lokamótum.

Landslið Portúgal og Argentínu eru bæði búin að tryggja sér farmiða á HM. Argentína er ríkjandi meistari en Portúgal hefur aldrei komist í úrslitaleik HM.

Messi er leikjahæsti leikmaður í sögu lokamóts HM með 26 leiki að baki, en Ronaldo hefur spilað 22 leiki og situr í fimmta sæti. Lothar Matthäus, Miroslav Klose og Paolo Maldini hafa spilað fleiri leiki heldur en Ronaldo á HM. Matthäus er einnig með fimm mót að baki en Klose og Maldini spiluðu sína leiki yfir fjögur mót.
Athugasemdir
banner
banner