Íslendingalið Braga og Damaiense töpuðu bæði í riðlakeppni portúgalska bikarsins í kvöld.
Ásdís Karen Halldórsdóttir og Guðrún Arnardóttir voru báðar í byrjunarliði Braga sem laut í lægra haldi fyrir Valadares Gaia, 2-0, á heimavelli.
Þetta var fyrsti leikur Braga í bikarnum sem er án stiga á botninum.
Kristján Guðmundsson stýrði þá Damaiense sem tapaði fyrir Racing Power, 4-0, á heimavelli.
Damaiense er án stiga í botnsæti B-riðils eftir einn leik.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir byrjaði hjá Leipzig sem tapaði fyrir Werder Bremen eftir vítakeppni í 16-liða úrslitum þýska bikarsins. Emilía fór af velli þegar hálftími var til leiksloka.
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir byrjaði hjá PEC Zwolle sem vann Heerenveen 1-0 í hollensku úrvalsdeildinni.
Zwolle er í 5. sæti með 15 stig eftir sjö leiki. Amanda Andradóttir sat á meðan allan tímann á varamannabekk Twente sem vann Feyenoord, 3-2. Twente er á toppnum með 19 stig.
Athugasemdir


