Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
   mán 17. nóvember 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tuchel: Mjög sárt að kveðja strákana
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Thomas Tuchel hefur byrjað vel með enska landsliðið sem vann alla leiki sína í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM án þess að fá stakt mark á sig.

Englendingar enda riðlakeppnina með 24 stig úr 8 umferðum og markatöluna 22-0.

„Við höfum vaxið mikið saman og ég elska þennan leikmannahóp. Ég elska hugarfarið þeirra, metnaðinn og hvernig þeir eru búnir að vinna saman á æfingum og í leikjum," sagði Tuchel eftir sigur gegn Albaníu í gær.

„Við áttum smá erfiðan kafla í júní en svo höfum við verið frábærir í allt haust og það er virkilega ánægjulegt og gefandi að vinna með þessum strákum. Það er mjög sárt að segja við strákana 'gleðileg jól og farsælt komandi ár, sjáumst í mars'. Ég verð að viðurkenna að það er virkilega erfitt og særir mig, þetta er svo langur tími.

„Ég verð smá tilfinningaríkur þegar ég tala um þetta útaf því að ég vildi óska þess að ég gæti stýrt þeim í keppnisleikjum næsta miðvikudag og næstu helgi.

„Við erum með sterkan og samheldinn leikmannahóp sem hefur trú á verkefninu sem er í gangi."


England er búið að tryggja sér sæti á HM sem fer fram næsta sumar og hefur þessi mikla fótboltaþjóð sjaldan verið með jafn öflugt landslið og nú.
Athugasemdir
banner
banner