Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
   mán 17. nóvember 2025 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland jafnaði 63 ára gamalt met
Mynd: EPA
Erling Haaland var á sínum stað í byrjunarliði norska landsliðsins gegn Ítalíu í gærkvöldi og átti frábæran seinni hálfleik eftir hljóðlátan fyrri hálfleik.

Ítalir leiddu 1-0 í hálfleik en Norðmenn svöruðu með fjórum mörkum í síðari hálfleiknum á San Siro leikvanginum í Mílanó. Haaland skoraði tvö þeirra.

Haaland er þar með búinn að skora í ellefu landsleikjum í röð og jafnar þannig 63 ára gamalt met frá fyrrum landsliðsmanni Malasíu, Abdul Ghani Minhat, sem skoraði í ellefu landsleikjum í röð frá 1961 til 1962.

Haaland er búinn að vera ótrúlega góður á upphafi tímabils og er kominn með 19 mörk í 15 leikjum með Manchester City. Hann er auk þess búinn að skora 12 mörk í síðustu 4 landsleikjum í undankeppninni.

Haaland er í heildina búinn að skora 55 mörk í 48 landsleikjum, sem er ótrúleg tölfræði.
Athugasemdir
banner
banner