Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
banner
   mán 17. nóvember 2025 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Rann blóðið til skyldunnar - „Vildi ekki hafa það á samviskunni að hætta núna"
Fyrirliðinn verður áfram.
Fyrirliðinn verður áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri vann Mjólkurbikarinn og verður í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta tímabili.
Vestri vann Mjólkurbikarinn og verður í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Pétur Bjarnason.
Pétur Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daniel Badu.
Daniel Badu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, íhugaði að leggja skóna á hilluna eftir lokaumferð Bestu deildarinnar í síðasta mánuði. Vestri féll niður í Lengjudeildina eftir tap í úrslitaleik gegn KR.

Elmar Atli ræddi við Fótbolta.net um ákvörðunina að framlengja samninginn við félagið.

„Maður hefur oft ætlað að taka sér pásu, ég veit ekki alveg hvað þarf að gerast til þess að maður hætti í þessu. Ég vildi ekki hafa það á samviskunni að hætta núna, liðið að falla, margir að fara og miklar breytingar. Mér fannst ég þurfa að halda áfram og reyna hjálpa til við það sem ég get hjálpað til við. Þetta er svolítið rennur blóðið til skyldunnar dæmi, maður vill hætta á góðu nótunum og það þarf að bíða betri tími."

„Eftir leikinn sagði ég við einhverja að ég væri nokkuð klár á því að þetta væri síðasti leikurinn minn fyrir Vestra. Svo kom þessi umræða um Badu, ég þekki hann mjög vel og hef unnið með honum áður, ég tók fund með honum og leyst drulluvel á það sem hann langar að gera. Það verða breytingar á hópnum, ungir strákar að koma upp og ég held það sé gott fyrir þá að hafa einhvern eldri hund í þessu með sér."

„Eins með Pétur, við tókum svolítið ákvörðun saman félagarnir, að annað hvort sleppa þessu eða fara í þetta saman. Við ákváðum að stökkva á þetta."


Fáir sem vita jafnmikið um fótbolta
Þegar Daniel Badu var kynntur sem nýr þjálfari Vestra var tilkynnt að Elmar Atli og Pétur Bjarnason væru búnir að framlengja við félagið.

„Mér líst ógeðslega vel á Badu, það eru fáir á Íslandi sem vita jafnmikið um fótbolta, hann er með skemmtilegar hugmyndir, þægilegur í samskiptum, rólegur náungi og ég er ógeðslega spenntur að vinna með honum."

„Auðvitað er þetta fyrsta aðalþjálfarastarfið hjá honum, ef Hörður er frátalinn, þetta verður áskorun fyrir hann og ég er spenntur að vinna með honum í því."


Ákváðu að gera þetta saman
Það skipti máli í ákvörðuninni að Pétur verður líka áfram?

„Já, auðvitað spilaði það inn í. Við erum góðir vinir fyrir utan fótboltann líka, báðir á svipuðum stað, erum fjölskyldumenn og kærustur okkar eru vinkonur. Við ákváðum að ef við ætluðum að gera þetta þá myndum við gera það saman. Við ákváðum að kýla á það."

Gæsahúðardæmi
Framundan er barátta í Lengjudeildinni en næsta sumar er mikil gulrót fyrir Vestra að spila í forkeppni Evrópudeildarinnar en sætið í þeirri keppni fékkst með því að vinna Mjólkurbikarinn í sumar.

„Auðvitað spilar það inn í. Maður veit ekki hvenær eða hvort Vestri spilar einhvern tímann aftur Evrópuleik. Auðvitað togaði það í mann að fá að taka þátt í því með félaginu sínu."

Hvernig heldur þú að það verði að leiða liðið út í Evrópuleik, heyra lagið?

„Auðvitað verður það geðveikt, en við áttum okkur allir á því að þetta verða ekkert auðveldir leikir. Það verður gaman að sjá mögulega mótherja þegar að því kemur, en að heyra þig segja þetta er smá gæsahúðardæmi," segir fyrirliðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner