Jón Dagur Þorsteinsson spilaði öðruvísi hlutverk með íslenska landsliðinu í kvöld er liðið tapaði fyrir Úkraínu, 2-0, en hann segist tilbúinn að gera allt sem þjálfarinn biður hann um.
Lestu um leikinn: Úkraína 2 - 0 Ísland
HK-ingurinn er mjög sókndjarfur leikmaður en hann spilaði í þetta sinn fremur varnarsinnað, sem hálfgerður kantmaður/vængbakvörður.
Erfiðlega gekk að skapa færi framan af í leiknum og þurfti liðið að standa af sér mikla pressu.
Jón Dagur segist klár í að spila hvaða stöðu sem er með landsliðinu.
„Auðvitað er þetta ekki mín staða þannig séð, en ég hef alltaf verið mikill talsmaður þess að þurfa að 'droppa' egóinu til að spila með landsliðinu og er tilbúinn að gera það sem Arnar segir mér að gera,“ sagði Jón Dagur í kvöld.
Athugasemdir




