Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
   mán 17. nóvember 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Varsjá
Eiður Atli á leið í ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Atli Rúnarsson, leikmaður HK, er samkvæmt heimildum Fótbolta.net á leið í ÍBV.

Hann þekkir vel til hjá ÍBV en hann var á láni hjá félaginu tímabilið 2024. Hann lék þá nítján leiki í Lengjudeildinni og hjálpaði liðinu að vinna deildina.

Hann er 23 ára, spilaði 22 af 25 leikjum HK í sumar og skoraði tvö mörk. Liðið endaði í 4. sæti Lengjudeildarinnar, komst í úrslit umspilsins en tapaði þar gegn Keflavík.

Eiður Atli hefur einnig verið orðaður við Keflavík en hann er samkvæmt heimildum Fótbolta.net á leið til Eyja.

Eiður Atli er í grunninn miðvörður en hefur einnig spilað sem djúpur miðjumaður með HK.

ÍBV kom mjög mörgum á óvart í sumar og endaði í 9. sæti Bestu deildarinnar sem nýliði.
Athugasemdir
banner