Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
banner
   mið 20. janúar 2021 14:05
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Þurfum að spila nánast fullkomlega til að enda efstir
Ef Liverpool ætlar að vinna Englandsmeistaratitilinn á þessu tímabili þá þarf liðið að spila nánast fullkomlega. Þetta segir stjórinn sjálfur, Jurgen Klopp.

Hann segir að öll liðin hafi átt sínar lægðir en hans menn hafa sigið niður í fjórða sæti deildarinnar.

„Sólarhringurinn er 24 tímar og við hugsum um ýmsa hluti. Við þurfum að halda ró okkar, það er ekkert stórslys. Ég held að einhver sagði að ég þyrfti að endurbyggja liðið. Heimurinn er klikkaður núna og ekki bara vegna heimsfaraldursins. Enginn hefur tíma lengur. Við þurfum að laga hlutina með því að spila en ekki með því að tala," segir Klopp.

Liverpool hefur mistekist að skora í síðustu þremur deildarleikjum og Roberto Firmino hefur ekki skorað í fimm leikjum í öllum keppnum. Brasilíumaðurinn hefur aðeins skorað fimm mörk á tímabilinu.

„Við vitum að við erum ekki á þeim stað sem við viljum vera en við höldum áfram að berjast. Fólk verður óánægt með frammistöðuna þegar úrslitin eru ekki að detta. Við höfum ekki verið að spila nægilega vel á síðasta þriðjungi."

„Staðan á toppnum er alltaf að breytast því þetta er svo jöfn baráttu. Það gerir það að verkum að þetta er öðruvísi tilbarátta á þessu tímabili. Við þurfum að vera klárir."

„Ég veit að þetta er úrslitabransi en frammistaðan þarf að koma á undan úrslitunum. Síðasta frammistaða var góð," segir Klopp um markalausa jafnteflið gegn Manchester United.

Klopp segir að búast megi við erfiðum leik annað kvöld þegar Burnley kemur í heimsókn á Anfield.

„Ben Mee er mjög mikilvægur leikmaður. Þeir eru með Mee, James Tarkowski og Nick Pope í hjarta liðsins. Þeir fá ekki mörg mörk á sig og þetta verður erfitt verkefni."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner