Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 20. janúar 2021 22:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Við erum ekki að hugsa um titilinn
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var kampakátur eftir 2-1 sigur á Fulham í erfiðum leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni á þessu miðvikudagskvöldi.

„Við byrjuðum hægt en eftir markið þeirra þá fannst mér við spila vel. Við þurftum að vakna og eftir það stóðum við okkur mjög vel," sagði Solskjær.

Paul Pogba skoraði sigurmarkið og var það glæsilegt. Pogba hefur verið að spila vel að undanförnu.

„Hann (Pogba) hefur staðið sig mjög vel. Hann er í góði formi og hann getur spilað á miðju sem og á kanti. Það er lykilatriði með Paul að hann sé í formi, í leikformi og hlaupaformi, og hann er það í augnablikinu. Hann spilaði mjög vel."

Man Utd er á toppi deildarinnar með tveimur stigum meira en Man City, en City á leik til góða.

„Það verður alltaf talað um það þegar þú ert á toppnum þegar mótið er hálfnað en við erum ekki að hugsa um titilinn. Við tökum bara einn leik í einu. Þetta er óútreiknanlegt tímabil."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner