Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 20. febrúar 2021 14:29
Anton Freyr Jónsson
Jón Sveins: Mun ekki missa svefn yfir því
Lengjudeildin
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Framara.
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Framara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR og Fram mættust í Lengjubikar karla á KR-vellinum fyrr í dag og endaði leikurinn með 8-2 sigri KR-inga. KR skoraði átta gegn Fram

Jón Þórir Sveinsson þjálfari Framara var nokkuð rólegur eftir leik þrátt fyrir tapið.

„Einfaldlega ekki nógu góðir í dag, ég held að það sé deginum ljósara. Við gerðum of mörg mistök sem gáfu mörg auðveld mörk og við lentum svolítið í brekku og áttum bara ekki séns á móti KR í dag."

Framarar fengu á sig átta mörk í dag og var Jón Þórir spurður hvort það væri áhyggjuefni.

„Nei nei, það er ekkert áhyggjuefni núna í Febrúar á móti mjög kröftugu og góðu KR liði en auðvitað viltu ekki fá á þig átta mörk alveg sama í hvaða leik þú ert að spila en ég mun ekki missa svefn yfir því."

Jón Þórir er sáttur með undirbúningstímabilið hingað til og segir að liðið sé heilt yfir á góðu róli.

„Heilt yfir nokkuð sáttir. Hópurinn er að koma til og við erum með flesta heila. Áttum fínan leik á móti Þór en fengum smá skell í dag sem er súrt aðsjálfsögðu en heilt yfir held ég að við séum á góðu."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Jón Þórir talar meðal annars um Fred Saraiva og Kyle Mclagan en þeir eru báðir væntanlegir til Framara í næstu viku.
Athugasemdir
banner