Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. mars 2023 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Krísufundir eftir eldræðuna hjá Conte
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Tottenham, lét leikmenn sína heyra það - svo vægt sé til orða tekið - eftir 3-3 jafntefli liðsins gegn Southampton á laugardag.

Spurs náði 3-1 forystu í leiknum en missti það niður í jafntefli. Conte var brjálaður í leikslok.

„Ég er ekki hrifinn af því sem ég hef séð í síðustu leikjum og er alls ekki vanur að sjá þetta. Ég sé ekki lið, heldur mikið af eigingjörnum leikmönnum," sagði Conte og hélt áfram:

„Miðað við það sem ég sé þá er tilgangslaust að tala um Meistaradeildina því í augnablikinu erum við ekki lið. Við erum ekki með anda og það er ekkert hjarta á vellinum. Leikmenn berjast ekki fyrir merkið eða tilvist sinni. Ef við erum ekki með þetta þá munum við enda tímabilið illa. Það var augljóst vandamál í dag en það er komið nóg af slæmum úrslitum. Stuðningsfólkið á mun betra skilið en þetta lið."

Daily Mail segir frá því í dag að Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, sé búinn að halda nokkra krísfundi með Conte síðan á laugardag en Ítalinn virtist líka skjóta á félagið í eldræðu sinni.

Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, telur að Conte sé búinn að játa sig sigraðan hjá Spurs.

Conte fundaði með félaginu á laugardag og sagðist þar aðeins hafa gagnrýnt leikmennina, en ekki félagið. Levy ætlar að kanna stöðuna innan hópsins á næstunni og mun eftir það ákveða framtíð Conte en starf hans er sagt í hættu.

Tottenham er í baráttu um Meistaradeildarsæti og mun félagið nota næstu daga í að taka ákvörðun um það hvort Conte sé besti maðurinn til að leiða liðið áfram í þeirri baráttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner