De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   mið 20. mars 2024 11:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi fær númerið hans Adams Páls - Verður númer 23
Adam Ægir Pálsson og Gylfi.
Adam Ægir Pálsson og Gylfi.
Mynd: Valur
Gylfi Þór Sigurðsson mun í kvöld spila sinn fyrsta leik fyrir Val þegar liðið mætir ÍA í undanúrslitum Lengjubikarsins.

Gylfi skrifaði undir tveggja ára samning við Val í síðustu viku en um er að ræða einhver stærstu félagaskipti í sögu íslenska boltans.

Valur hefur núna opinberað treyjunúmer með Gylfa með flottu myndbandi.

Gylfi hefur oftar en ekki verið númer 10 á sínum ferli og hefur til að mynda alltaf verið með það númer á bakinu þegar hann spilar með landsliðinu.

En hjá Val er Kristinn Freyr Sigurðsson númer 10 og hann mun halda því númeri. Gylfi verður númer 23. Það er númer sem Gylfi þekkir líka vel en hann var með það númer á bakinu á tíma sínum hjá Swansea þar sem hann átti stórkostleg ár.

Adam Ægir Pálsson var númer 23 hjá Val á síðasta tímabili en hann gefur Gylfa númerið sitt og fer í treyju númer 24.

Leikur Vals og ÍA er klukkan 18:00 í kvöld en það er frítt inn á völlinn.

Hér fyrir ofan má sjá myndband sem Valur gerði við opinberun treyjunúmers Gylfa.
Athugasemdir
banner
banner