Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   lau 20. apríl 2024 13:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Höttur/Huginn semur við portúgalskan framherja (Staðfest)
Mynd: Höttur/Huginn

Martim Sequeira er genginn til liðs við Hött/Huginn og mun leika með liðinu í 2. deildinni í sumar.


Sequeira er portúgalskur framherji sem lék síðast í bandaríska háskólaboltanum.

Fyrsti leikur hans fyrir félagið verður þann 25. apríl, sumardaginn fyrsta, þegar Höttur/Huginn fær erfitt verkefni í Mjólkurbikarnum þar sem Fylkir kemur í heimsókn.

„Hann kemur til okkar úr Bandaríska háskólaboltanum þar sem hann hefur raðað inn mörkum síðustu ár. Þjálfarar liðsins eru ánægðir með að hafa fengið hann til liðsins og vænta marka frá honum en fyrirvarinn á dílnum var stuttur," segir í tilkynningu félagsins.


Athugasemdir
banner