Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var sérstaklega ánægður með frammistöðu liðsins í 4-0 stórsigrinum á Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Arsenal gekk í raun frá leiknum í fyrri hálfleik. Leandro Trossard og Gabriel Martinelli komu liðinu í 2-0 áður en Leif Davis fékk að líta rauða spjaldið hjá heimamönnum.
Trossard og Ethan Nwaneri bættu við tveimur mörkum í síðari til að gera út um leikinn.
„Við vorum óaðfinnanlegir fyrir 35 mínúturnar, skoruðum tvö og gátum skorað fleiri, en rauða spjaldið breytti klárlega leiknum,“ sagði Arteta.
„Það gafst tækifæri til að spila nokkrum leikmönnum sem hafa ekki spilað svo mikið á tímabilinu þannig það er margt jákvætt sem við getum tekið úr þessum leik,“ sagði Arteta.
Davis fékk rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu á Bukayo Saka, en Arteta segir vængmaninn hafa sloppið vel frá þeirri tæklingu.
„Hann var svolítið aumur út af tæklingunni, en þetta virðist ekki vera neitt alvarlegt.“
Arteta var ánægður með markaskorarann Trossard.
„Hann virkaði mjög beittur. Við vitum vel hversu gæðamikill og skilar alltaf sínu hvort sem ég set hann á vinstri, hægri eða fyrir miðju.“
Arsenal frestaði 20. meistaratitli Liverpool þessa helgina. Ef Arsenal hefði tapað þá gat Liverpool tryggt titilinn með því að vinna Leicester. Titilfögnuði Liverpool-manna hefur því verið frestað um viku, í það minnsta.
„Eina sem við getum gert er að fresta því augnabliki og um leið öðlast réttinn til að enda eins ofarlega á töflunni og möguleiki er á,“ sagði Arteta í lokin.
Athugasemdir