Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 20. maí 2022 22:14
Victor Pálsson
2.deild: Þróttur lagði ÍR - Frábær endurkoma Magna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fjórir leikir fóru fram í 2. deild karla í kvöld og að venju var boðið upp á nóg af fjöri víðs vegar um landið.


Völsungur tapaði sínum fyrstu stigum í kvöld er liðið spilaði við KFA í leik sem lauk með 1-1 jafntefli.

KFA var að ná í sitt annað stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar eftir jafntefli við KH í annarri umferð. Völsungur er enn taplaust með sjö stig.

Þróttur Reykjavík vann sinn annan sigur í sumar en liðið vann ÍR með tveimur mörkum gegn einu og voru þetta fyrstu mörkin sem ÍR fær á sig í deildinni.

ÍR var taplaust fyrir þessa viðureign með fjögur stig en Þróttarar höfðu áður tapað gegn Njarðvík sannfærandi, 4-0.

Magni er þá komið á blað í deildinni eftir leik við Hött/Huginn en bæði þessi lið voru án stiga fyrir viðureignina. Magni vann þennan leik 3-2 eftir að hafa lent 2-0 undir.

Reynir Sandgerði er einnig án stiga ásamt Hetti/Hugin eftir leik við Ægi. Ægir vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu á útivelli.

Reynismenn höfðu tapað gegn Völsung og Haukum fyrir þennan leik á meðan Ægir var taplaust fyrir viðureignina.

KFA 1 - 1 Völsungur
1-0 Tómas Atli Björgvinsson('18)
1-1 Rafnar Gunnarsson('57)

Þróttur R. 2 - 1 ÍR
1-0 Kostiantyn Pikul('37)
2-0 Sam Hewson('62)
2-1 Bergvin Fannar Helgason('70)

Reynir S. 0 - 2 Ægir
0-1 Brynjólfur Þór Eyþórsson('26)
0-2 Cristofer Moises Rolin('88, víti)

Magni 3 - 2 Höttur/Huginn
0-1 Matheus Bettio Gotler('11)
0-2 Rafael Alexandre Romao Victor('43)
1-2 Kristófer Óskar Óskarsson('45)
2-2 Kristófer Óskar Óskarsson('54)
3-2 Kristófer Óskar Óskarsson('63, víti)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner