Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. júní 2021 13:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert Hafsteins spáir í níundu umferð Pepsi Max-deildarinnar
Albert fagnar marki með Fram í sumar.
Albert fagnar marki með Fram í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Opnar Emil markareikning sinn í sumar?
Opnar Emil markareikning sinn í sumar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Geir Gunnarsson, annar af Steve Dagskrá hlaðvarpsþættinum, var með þrjá rétta þegar hann spáði í áttundu umferð Pepsi Max-deild karla.

Albert Hafstensson, leikmaður Fram sem er á toppi Lengjudeildarinnar, tók að sér það verkefni að spá í níundu umferð deildarinnar sem verður að mestu spiluð í dag. Fram er búið að vera langbesta lið Lengjudeildarinnar til þessa, langbesta.

KA 0 - 1 Valur (16:00 í dag)
Bæði lið mæta varfærnislega til leiks enda mikið undir. Heimir kann að vinna þessa leiki. Birkir Heimis skorar og hefði helst viljað gera það á Greifavellinum.

Fylkir 2 - 2 ÍA (17:00 í dag)
Risa leikur í Árbænum. ÍA skorar eftir tvö horn horn horn frá ÞÞÞ og komast í góða forystu. Orri Hrafn og Unnar Steinn bjarga svo mikilvægu stigi fyrir Fylkismenn.

Stjarnan 2 - 1 HK (17:00 í dag)
Stjörnumenn eru aðeins að vakna til lífsins og ég held að þeir hirði öll stigin og hætta þar með formlega í þessari botnbaráttu. Emil Atla mætir með hnífasettið gegn sínum gömlu félögum og skorar tvö. Viktor Bjarki fær rautt frá Ívari dómara eftir munnsöfnuð. Sárabótamark í restina frá Gumma Júl.

Breiðablik 3 - 1 FH (19:15 í dag)
Breiðablik vinnur þennan leik og líka í xG, og verða hæstánægðir með það. FH er á mjög vondu runni og það heldur því miður áfram. Viktor Karl verður maður leiksins.

Keflavík 2 - 0 Leiknir R. (19:15 í dag)
Lengjudeildarslagur frá því í fyrra og það verða einhver læti suður með sjó. Frans skorar úr víti. Gibbs klárar þetta svo undir restina og bendir á Malar-Kidda í stúkunni sem þakkar pent fyrir sig.

Víkingur R. 0 - 1 KR (19:15 á morgun)
KR verður með í toppbaráttunni í ár. Kjartan Henry Finnbogason.

Hér að neðan má sjá stigatöfluna í Pepsi Max-deildinni eins og hún er akkúrat núna.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner