Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 20. júní 2022 17:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogmentary fær skelfilega dóma
Pogba gaf nýverið út heimildarþætti um sjálfan sig.
Pogba gaf nýverið út heimildarþætti um sjálfan sig.
Mynd: Getty Images
Franski fótboltamaðurinn Paul Pogba gaf nýverið út heimildarþættina Pogmentary, en hægt er að horfa á þessa þætti á streymisveitunni Amazon Prime.

Þættirnir komu út í síðustu viku en þeir hafa ekki fengið góða dóma hingað til; dómarnir eru skelfilegir.

Á vefsíðunni IMDB - þar sem bíómyndir og þættir fá einkunnir frá 1-10 - fær Pogmentary 2 í einkunn.

Ein umsögnin hljómar svona: „Ef þú metur tíma þinn, þá skaltu ekki eyða sekúndu í þetta sálfsdýrkunardrasl. Leiðinlegasta íþróttaheimildarmynd síðari tíma. Ég skil engan veginn hvernig Amazon samþykkti að búa þetta til.”

Það er reyndar þannig að hver sem er getur fengið sér aðgang og gefið þessari þáttaröð einkunn. Það hvernig Pogba skildi við Manchester United hefur líklega einhver áhrif á þessa niðurstöðu.

Í sumar er Pogba að yfirgefa Manchester United í annað sinn eftir sex stormasöm ár hjá félaginu. Hann kom fyrst til félagsins þegar hann var 16 ára og fór svo frítt til Juventus þremur árum síðar þar sem hann fékk ekki mikið að spila hjá Sir Alex Ferguson.

Hann sló í gegn hjá Juventus og keypti United hann aftur á 89 milljónir punda sumarið 2016. Núna fer hann aftur á frjálsri sölu frá félaginu.

Þegar litið er yfir tíma hans hjá Man Utd sem eina heild, þá stóðst Pogba ekki væntingarnar. Hann átti sín augnablik en þau voru ekki gífurlega mörg og vantaði stöðugleikann. Hann var líka enginn leiðtogi og virtist oft vanta þrá til þess að spila fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner