Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 20. júní 2024 22:06
Sverrir Örn Einarsson
Sigurvin: Þurfti einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrstu viðbrögð þegar ég labbaði út af var að við hefðum tapað tveimur stigum en auðvitað þegar maður hugsar til baka þá vorum við 1-0 undir á útivelli á móti Keflavík sem er auðvitað mjög sterkt lið.“ Sagði þjálfari Þróttar Sigurvin Ólafsson um sínar tilfinningar eftir leik er Þróttur sótti stig í greipar Keflavíkur á HS Orkuvellinum í kvöld en lokatölur urðu 1-1

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Þróttur R.

Sigurvin var ánægður með leik sinna manna í dag og með þær framfarir sem honum finnst liðið vera að sýna.

„Stórt hrós á mína drengi að halda þessum stöðugleika. Mér fannst við góðir í 90 mínútur og vorum þolinmæði í því að þetta hlyti að detta inn fyrir okkur. Og í raun fannst mér þó ég sé alltaf hlutdrægur við eiga skilið að fá jafnvel tvö mörk.“

Aðstæður í Keflavík voru krefjandi fyrir leikmenn en rennblautur völlurinn virkaði nokkuð þungur yfirferðar og hraði leiksins eftir því. Hvernig fannst Sigurvin lið sitt takast á við aðstæður?

„Bara frábærlega miðað við það að við erum gevigraslið. Þetta er púra útivöllur fyrir okkur og við þurftum að aðlaga okkar leik. Við vitum hvernig Keflavík spilar og meginnfókusinn eðlilega er að reyna stoppa það og við gáfum smá afslátt af okkar týpíska leik. Aftur hrós á strákanna fyrir að geta breytt því í þannig taktík, vorum mjög beinskeyttir og pössuðum okkur á að fá þá ekki afturfyrir okkur sem að heppnaðist bara nánast í 90 mínútur.“

Færin komu ekki á færibandi í leiknum og líkt og úrslit leiksins gefa til kynna nýttust þau fæst. Það þurfti til stórglæsilega aukaspyrnu Kostiantyn Iaroshenko til að jafna metin fyrir Þróttara.

„Við fáum ágætis sénsa hingað og þangað en það þurfti bara einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn og þetta er nú bara ein fallegasta aukaspyrna sem ég hef séð.“

Sagði Sigurvin en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner