Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   mið 20. ágúst 2025 15:25
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er risa leikur, fyrir Breiðablik, risa leikur fyrir íslenskan fótbolta," sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks á fréttamannafundi í dag, fyrir leik þeirra gegn Virtus frá San Marínó í loka umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar.


„Við erum mjög vel undirbúnir og klárir að spila fyrri leikinn í þessu einvígi á morgun," sagði Halldór

Breiðablik eru sigurstranglegri fyrir leikinn og Halldór segir að honum finnist hann vera með betra liðið.

„Við erum reynslumeiri á þessu sviði, en á sama skapi þá eru þeir ekki þarna fyrir tilviljun. Þeir slá út meistara lið frá Moldóvu með því að vinna þá 3-0 í síðasta leik. Það er engin heppni eða tilviljun. Þeir eru bara lið frá landi, líkt og Ísland, sem átti sér draum um að vera í riðlakeppni fyrir einhverjum árum sem var kannski óraunhæft. Það hefur breyst með þessu breyttu 'formati' í Evrópu. Þeir eru kannski á sama stað og íslensku liðin fyrir tveim til þrem árum, að ætla sér að skrifa söguna og vera fyrsta liðið til að tryggja sér í Evrópu. Þeir eru með mjög reynslumikið lið, hægt að segja gamalt lið. Mjög mikið af reynslumiklum leikmönnum sem kannski eru þarna, og ekki í b-deildinni á Ítalíu, því þeir hafa tækifæri að spila í Evrópu og upplifa draum um að spila í deildarkeppni í Evrópu áður en ferlinum lýkur. Þetta er bara fínasta lið og muna auðvitað mæta hérna til að hægja á leiknum, ná í úrslit, og fara með heim. Þannig að við erum reynslumeiri og ég tel okkur vera með betra lið, en það er enginn að fara gefa okkur neitt. Þeir eru ekki að fara leggjast hérna og láta pakka sér saman, það er algjörlega ljóst," sagði Halldór.

Virtus liðið er með þónokkra leikmenn í stórum hlutverkum sem eru orðnir mjög gamlir í fótbolta aldri. Breiðablik gæti því nýtt sér orkuna í yngri leikmönnum sem þeir hafa líkt og þeir gerðu gegn Egnatia.

„Það er hægt að gera það á annan hátt. Egnatia menn komu mjög hugrakkir inn í leikinn á móti okkur og ætluðu að pressa okkur út um allan völl maður á mann. Þeir kannski vanmátu Breiðablik á Kópavogsvelli þegar við gerum hlutina vel og hratt. Þetta verður allt öðruvísi leikur á morgun, þeir liggja mjög neðarlega og verja markið sitt neðarlega á vellinum. Við þurfum að spila hratt, við þurfum að vinna boltann hratt eftir að við töpum honum og halda þeim neðarlega á vellinum. Passa að þeir fái ekki súrefni til að koma sér inn í leikinn og líði eins og þeir fari að gera eitthvað. Ef við erum að tala um Egnatia þá er þetta allt önnur sviðsmynd, en já við þurfum mjög orkumikla frammistöðu, það er alveg ljóst," sagði Halldór.

Það hefur heyrst í einhverjum stuðningsmönnum Breiðabliks gagnrýna Óla Val Ómarsson og leikkerfið sem Blikar spiluðu í síðasta Evrópu leik. Halldór gefur ekki mikið fyrir þessa gagnrýni..

„Ég veit ekki hvað það eru margir Blikar, mögulega 25 þúsund manns sem halda með Breiðablik. Ef þú talar við þá alla og segir mér hversu margir eru sammála þeim þá skal ég skoða það. Ég bara vona að einhver gefi þeim gott knús heima," sagði Halldór.


Athugasemdir
banner
banner
banner