Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
banner
   mið 20. ágúst 2025 15:41
Haraldur Örn Haraldsson
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég skynja mikinn gír í mönnum að henda í kröftuga frammistöðu hér á Kópavogsvelli á morgun," sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks á fréttamannafundi fyrir leik þeirra gegn Virtus frá San Marínó í loka umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Breiðablik er talið sigurstranglegra í einvíginu gegn Virtus, en Höskuldur telur það hafa lítil áhrif á leikmenn.

„Ég finn það bara í þeirri umfjöllun sem hefur verið. Maður veit ekkert mikið um þetta lið, og þessa deild. Að einhverju leiti gæti það bara verið fínt, þannig við erum bara að pæla í okkur og það sem við gerum okkar upp á tíu. Gerum það sem við getum gert, eins vel og við getum gert. Að því sögðu er þjálfarateymið búið að leggja fyrir okkur strategískt leikgreiningu, og prófíla mannskapinn hjá þeim. Ég lít á þetta þannig að þetta er okkar að setja tóninn á Kópavogsvelli á morgun, ekki spurning," sagði Höskuldur.

Breiðablik hefur ekki verið að ná í góð úrslit að undanförnu og langt síðan þeir unnu síðast leik. Leikmenn finna auðvitað fyrir því þegar langt er síðan síðasti sigur kom.

„Þetta er ekki taktur sem við viljum vera í. Alveg eins og þú getur dottið á gott 'rönn' og tengt saman marga sigra. Þá getur alveg myndast mynstur þar sem maður er eitthvað höktandi, og takturinn er ekki alveg upp á tíu. Það er bara kjörið tækifæri á morgun að snúa því gengi við, og byrja að fá w, á blað," sagði Höskuldur.

Þónokkrir lykil leikmenn Virtus liðsins eru vitlausu megin við 35 ára aldurinn. Breiðablik eru með töluvert yngra lið og gætu því mögulega nýtt sér þá orku til að hlaupa yfir liðið líkt og þeir gerðu gegn Egnatia.

„Ég held það svona fyrirfram. Kannski burt séð frá einhverjum aldri hjá þeim. Þá held ég bara að henda í svona sjokkerandi háa ákefð á Kópavogsvelli, þegar að lið mætast og vita ekki alveg við hverju á að búast. Menn ætla aðeins að fara þreifa á hvorum öðrum fyrsta hálfleikinn eða slíkt í einvíginu. Þá að setja bara tóninn strax með háum ákefðar hlaupum fram og til baka, þá er oft erfitt fyrir andstæðinginn að ranka við sér við það. Það er bara eins og í box bardaga, að fá á sig vönkun eftir vönkun," sagði Höskuldur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner