Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   mið 20. ágúst 2025 15:41
Haraldur Örn Haraldsson
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég skynja mikinn gír í mönnum að henda í kröftuga frammistöðu hér á Kópavogsvelli á morgun," sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks á fréttamannafundi fyrir leik þeirra gegn Virtus frá San Marínó í loka umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Breiðablik er talið sigurstranglegra í einvíginu gegn Virtus, en Höskuldur telur það hafa lítil áhrif á leikmenn.

„Ég finn það bara í þeirri umfjöllun sem hefur verið. Maður veit ekkert mikið um þetta lið, og þessa deild. Að einhverju leiti gæti það bara verið fínt, þannig við erum bara að pæla í okkur og það sem við gerum okkar upp á tíu. Gerum það sem við getum gert, eins vel og við getum gert. Að því sögðu er þjálfarateymið búið að leggja fyrir okkur strategískt leikgreiningu, og prófíla mannskapinn hjá þeim. Ég lít á þetta þannig að þetta er okkar að setja tóninn á Kópavogsvelli á morgun, ekki spurning," sagði Höskuldur.

Breiðablik hefur ekki verið að ná í góð úrslit að undanförnu og langt síðan þeir unnu síðast leik. Leikmenn finna auðvitað fyrir því þegar langt er síðan síðasti sigur kom.

„Þetta er ekki taktur sem við viljum vera í. Alveg eins og þú getur dottið á gott 'rönn' og tengt saman marga sigra. Þá getur alveg myndast mynstur þar sem maður er eitthvað höktandi, og takturinn er ekki alveg upp á tíu. Það er bara kjörið tækifæri á morgun að snúa því gengi við, og byrja að fá w, á blað," sagði Höskuldur.

Þónokkrir lykil leikmenn Virtus liðsins eru vitlausu megin við 35 ára aldurinn. Breiðablik eru með töluvert yngra lið og gætu því mögulega nýtt sér þá orku til að hlaupa yfir liðið líkt og þeir gerðu gegn Egnatia.

„Ég held það svona fyrirfram. Kannski burt séð frá einhverjum aldri hjá þeim. Þá held ég bara að henda í svona sjokkerandi háa ákefð á Kópavogsvelli, þegar að lið mætast og vita ekki alveg við hverju á að búast. Menn ætla aðeins að fara þreifa á hvorum öðrum fyrsta hálfleikinn eða slíkt í einvíginu. Þá að setja bara tóninn strax með háum ákefðar hlaupum fram og til baka, þá er oft erfitt fyrir andstæðinginn að ranka við sér við það. Það er bara eins og í box bardaga, að fá á sig vönkun eftir vönkun," sagði Höskuldur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner