Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   mið 20. september 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Levy samdi um að geta keypt Kane aftur
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, hefur staðfest að félagið sé með sérstakt ákvæði í samningi Harry Kane um að geta keypt hann aftur til félagsins.

Kane var seldur frá Spurs til Bayern München í sumar fyrir um 100 milljónir punda.

Levy var spurður að því á stuðningsmannakvöldi í gær hvort félagið hefði samið um svokallað 'buy-back clause' sem gerir Tottenham kleift að kaupa Kane aftur fyrir ákveðna upphæð.

„Auðvitað," svaraði Levy án þess að útskýra það frekar.

Kane segist fylgjast vel með Tottenham en hann ber sterkar taugar til félagsins. Hann gæti snúið aftur til Spurs í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner