Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mið 20. september 2023 21:26
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Sjö marka veisla í München - Auðvelt hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arsenal og Bayern München fara vel af stað í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Arsenal fagnaði 4-0 sigri á PSV Eindhoven á Emirates, en Arsenal var að spila sinn fyrsta Meistaradeildarleik í sjö ár og vildi liðið boða komuna með stæl.

Liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Bukayo Saka gerði fyrsta markið. Martin Ödegaard átti skot sem markvörður PSV varði út á Saka, sem lagði hann vinstra megin við hann áður en Leandro Trossard tvöfaldaði forystuna.

Gabriel Jesus náði að stinga einn varnarmann PSV af áður en hann lagði boltann út hægra megin á Saka. Englendingurinn beið við teiginn áður en hann lagði boltann við vítateigslínuna þar sem Trossard mætti og þrumaði boltanum neðst í hægra hornið.

Á 38. mínútu skoraði síðan Jesus þriðja markið. Trossard spilaði sig réttstæðan vinstra megin, kom með fyrirgjöfina á fjær á Jesus, sem átti geggjaða fyrstu snertingu, áður en hann setti boltann í netið.

Martin Ödegaard rak síðan síðasta naglann í kistu PSV með laglegu skoti fyrir utan teig og lokatölur 4-0 fyrir Arsenal sem er í efsta sæti B-riðils. Sevilla og Lens gerðu 1-1 jafntefli í sama riðli.

Dramatík í München

Bayern München vann Manchester United, 4-3, í dramatískum leik í A-riðli.

Leikurinn var jafn fyrsta hálftímann. Bæði lið sköpuðu sér færi áður en Bayern komst yfir eftir klaufaleg mistök André Onana í marki United.

Leroy Sane fékk boltann við vítateigslínuna og lét vaða. Onana virtist nú vera með öll tök á þessu skoti, en svo var greinilega ekki og varði hann boltann í netið.

Fjórum mínútum síðar gerði Serge Gnabry annað marki með skoti úr teignum. Onana stóð hreyfingarlaus á línunni. Staðan 2-0 í hálfleik fyrir Bayern.

Rasmus Höjlund skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United á 49. mínútu. Marcus Rashford fékk sendingu frá Casemiro inn í teiginn, hann framlengdi á Höjlund sem átti laflaust skot, en það endaði einhvern veginn í netinu.

Bayern fékk vítaspyrnu nokkrum mínútum síðar. Dayot Upamecano stangaði þá boltann í höndina á Christian Eriksen og með hjálp VAR fékk Bayern víti. Harry Kane skoraði úr vítinu og kom Bayern í 3-1.

Heimamenn fengu fullt af góðum sénsum til að gera endanlega út um leikinn en Onana varði eins og berserkur, staðráðinn í að bæta upp fyrir mistökin fyrr í leiknum.

Casemiro minnkaði muninn á 88. mínútu eftir svakalega leikfimi í teig Bayern. Hann fékk boltann, náði að lyfta honum fyrir sig áður en hann datt í grasið. Brasilíumaðurinn dó ekki ráðalaus í grasinu og potaði boltanum framhjá Sven Ulreich og í netið.

Mathys Tel kom Bayern í 4-3 nokkrum mínútum síðar þegar Joshua Kimmich lyfti boltanum inn fyrir vörn United á Tel, sem þrumaði honum í fjærnetið.

Á síðustu sekúndum leiksins gerði Casemiro annað mark sitt í leiknum og í raun sárabótarmark er Bruno Fernandes hamraði aukaspyrnu sinn inn í teiginn og náði Brasilíumaðurinn rétt að snerta hann og í netið. Lokatölur 4-3 Bayern í vil.

Napoli lagði Braga, 2-1, í C-riðli. Giovanni Di Lorenzo skoraði fyrir Napoli í fyrri hálfleiknum en Bruma jafnaði fyrir heimamenn þegar sex mínútur voru eftir. Sjálfsmark Sikou Niakate skilaði Napoli sigrinum, sem er með 3 stig eins og Real Madrid eftir fyrstu umferðina.

Í D-riðli vann Salzburg 2-0 sigur á Benfica á meðan Real Sociedad og Inter gerðu 1-1 jafntefli.

Úrslit og markaskorarar:

A-riðill:
Bayern 4 - 3 Manchester Utd
1-0 Leroy Sane ('28 )
2-0 Serge Gnabry ('32 )
2-1 Rasmus Hojlund ('49 )
3-1 Harry Kane ('53 , víti)
3-2 Casemiro ('88 )
4-2 Mathys Tel ('90 )
4-3 Casemiro ('90 )

B-riðill:

Sevilla 1 - 1 Lens
1-0 Lucas Ocampos ('9 )
1-1 Angelo Fulgini ('24 )

Arsenal 4 - 0 PSV
1-0 Bukayo Saka ('8 )
2-0 Leandro Trossard ('20 )
3-0 Gabriel Jesus ('38 )
4-0 Martin Odegaard ('70 )

C-riðill:

Braga 1 - 2 Napoli
0-1 Giovanni Di Lorenzo ('45 )
1-1 Bruma ('84 )
1-2 Sikou Niakate ('88 , sjálfsmark)

D-riðill:

Benfica 0 - 2 Salzburg
0-0 Karim Konate ('3 , Misnotað víti)
0-1 Roko Simic ('15 , víti)
0-2 Oscar Gloukh ('51 )
Rautt spjald: Antonio Silva, Benfica ('13)

Real Sociedad 1 - 1 Inter
1-0 Brais Mendez ('4 )
1-1 Lautaro Martinez ('87 )
Athugasemdir
banner
banner