Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 20. október 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Naby Keita klár í slaginn - Thiago ólíklegur á morgun
Liverpool heimsækir Ajax í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld og er leikmannahópurinn að gera sig klárann fyrir flug.

Allar líkur eru á því að Naby Keita og Joel Matip verði í leikmannahópinum en þeir eru báðir tæpir. Keita er að ná sér af meiðslum á meðan Matip varð fyrir hnjaski í jafnteflinu gegn Everton um helgina.

Ólíklegt er að Thiago Alcantara verði með í hópnum en hann meiddist einnig gegn Everton eftir ljóta tæklingu Richarlison, sem fékk beint rautt spjald fyrir. Meiðsli Thiago eru smávægileg og er lítill möguleiki að hann komist með til Hollands. Hann ætti að vera klár í slaginn fyrir næstu helgi.

Liverpool er í erfiðum D-riðli í Meistaradeildinni ásamt Atalanta og Ajax, auk dönsku meistaranna í Midtjylland.
Athugasemdir
banner
banner