Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans hjá Al Arabi unnu sinn fyrsta leik á nýju tímabili er botnlið Umm-Salal kíkti í heimsókn í gær.
Al Arabi stjórnaði leiknum en staðan var 1-1 þegar komið var í uppbótartíma. Umm-Salal fékk vítaspyrnu á 68. mínútu og skoraði úr henni en það var eina marktilraun liðsins í leiknum. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn.
Á 94. mínútu uppbótartímans tókst heimamönnum að gera sigurmark og var það ekki af verri gerðinni.
Mehrdad Mohammadi skoraði þá með glæsilegri bakfallsspyrnu en hann hefur verið í miklu stuði að undanförnu og er búinn að gera þrjú mörk í fjórum síðustu leikjum.
Markið er hægt að sjá hér fyrir neðan, en Al Arabi er komið með fjögur stig eftir fjórar umferðir.
Al Arabi [2]-1 Umm Salal - Great bicycle kick goal by Mehrdad Mohammadi to win it in the 94th minute from r/soccer
Athugasemdir