Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. nóvember 2021 16:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð skoraði er Álasund tryggði sætið sitt í efstu deild - Alex lagði upp
Davíð Kristján Ólafsson
Davíð Kristján Ólafsson
Mynd: Davíð Kristján Ólafsson
Alex Þór Hauksson
Alex Þór Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingar voru í eldlínunni í evrópuboltanum í dag.

Í næst efstu deild í Svíþjóð vann Brage frábæran 3-0 sigur gegn toppliði Varnamo. Bjarni Mark Antonsson var byrjunarliði Brage. Orgryte og Helsingborg skyldu jöfn 1-1, Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði Helsingborg. Sundsvall og Östers skyldu einnig jöfn 1-1. Alex Þór Hauksson lagði upp mark Östers.

Í efstu deild gerðu Malmö og Hacken jafntefli 2-2. Valgeir Lunddal og Óskar Sverrisson sátu allan tíman á bekknum.

Aron Sigurðarson lék allan leikinn í 4-1 sigri Horsens gegn Jammerbugt í dönsku fyrstu deildinni.

Í ítölsku B-deildinni sátu Brynjar Ingi Bjarnason og Þórir Jóhann Helgason allan tíman á bekknum hjá Lecce í markalausu jafntefli gegn Fosinone. Spal tapaði 3-2 gegn Alessandria, Mikael Egill Ellertsson sat allan tíman á bekknum hjá Spal.

Í Noregi skoraði Davíð Kristján Ólafsson í uppbótartíma í 4-2 sigri Álasund gegn Ull/Kisa. Álasund tryggði sér því sæti í efstu deild á næstu leiktíð með sigrinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner