fim 21. janúar 2021 20:42
Ívan Guðjón Baldursson
Birta Georgsdóttir í Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Breiðablik
Breiðablik er búið að næla sér í Birtu Georgsdóttur, 18 ára framherja sem hefur leikið fyrir Stjörnuna og FH á fyrstu árum ferilsins.

Birta er uppalin hjá Stjörnunni en á aðeins tvo leiki að baki fyrir meistaraflokk. Hún hefur gert 13 mörk í 46 keppnisleikjum með FH en hennar besta tímabil var 2019 þegar hún skoraði 11 í 16 leikjum í Inkasso-deildinni.

Birta þykir mikið efni og á 25 landsleiki að baki með yngri landsliðum Íslands.

„Við bjóðum Birtu hjartanlega velkomna í Breiðablik og hlökkum til að sjá hana á vellinum," segir í færslu á Facebook síðu Breiðabliks.

Birta skoraði eitt mark í fimmtán Pepsi Max-deildarleikjum með FH í fyrra. FH skoraði ekki nema nítján mörk allt tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner