Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 21. apríl 2021 12:30
Magnús Már Einarsson
Aubameyang eyðir Twitter aðganginum - Ósáttur við umræðuna
Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, hefur ákveðið að eyða Twitter aðgangi sínum.

Hinn 31 árs gamli Aubameyang er ósáttur við umræðuna á Twitter og að ekki sé gert meira í að stöðva netníð og kynþáttafordóma sem leikmenn verða fyrir.

„Ég hef ekki saknað þín Twitter. Megum við ekki tala um neitt?" sagði Aubameyang í síðustu færslu sinni á Twitter.

„Bara fótbolta og Ofurdeildina? Ekkert meira tal um Covid?! Eða netníð og kynþáttafordóma."

Margir fótboltamenn á Englandi hafa orðið fyrir barðinu á kynþáttafordómum í gegnum samfélagsmiðla að undanförnu en í mars mótmælti Thierry Henry, fyrrum framherji Arsenal, því með því að loka samfélagsmiðlum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner