Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 21. apríl 2023 12:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir leikmenn líklega á förum frá FH áður en glugginn lokar
Ástbjörn Þórðarson.
Ástbjörn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástbjörn Þórðarson og Máni Austmann Hilmarsson eru líklega á förum frá FH.

Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Hvorugur þeirra hefur spilað í upphafi Íslandsmótsins og eru ekki ofarlega í plönum Heimis Guðjónssonar.

Ástbjörn var keyptur til FH frá Keflavík fyrir síðasta sumar. Ástbjörn hafði þá leikið mjög vel með Keflavík og var talað um að FH hefði borgað fyrir hann 5-6 milljónir króna.

Núna ári seinna er Ástbjörn, sem er 23 ára bakvörður, líklega á förum frá félaginu. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Keflavík áhuga á því að fá hann aftur í sínar raðir og þá hefur Fram líka sýnt honum áhuga.

Máni er miðjumaður sem var líka fenginn til FH fyrir síðasta tímabil. HK hefur sýnt því áhuga á að fá hann til sín.

Þá hefur verið áhugi á Jóhanni Ægi Arnarssyni frá Bandaríkjunum en það er ólíklegt að hann fari frá FH þar sem hann hefur verið að spila í upphafi móts. Jóhann Ægir er efnilegur varnarmaður.

Næsti leikur FH er útileikur gegn Fylki í Bestu deildinni á mánudagskvöld.

Félagaskiptaglugginn lokar þann 26. apríl næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner