Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   sun 21. apríl 2024 13:13
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: Bestur gegn Arsenal en á bekknum í dag
Unai Emery gerir tvær breytingar á liði Villa
Unai Emery gerir tvær breytingar á liði Villa
Mynd: EPA
David Moyes gerir þrjár breytingar á liði West Ham
David Moyes gerir þrjár breytingar á liði West Ham
Mynd: EPA
Tveir leikir fara fram í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 14:00 í dag.

Aston Villa tekur á móti Bournemouth á Villa-Park en heimamenn geta komið sér í þægilega stöðu í Meistaradeildarbaráttunni.

Matty Cash og Leon Bailey koma inn í liðið. Diego Carlos, sem var besti maður Villa í 2-0 sigrinum á Arsenal, er á bekknum í dag. Nicolo Zaniolo er þá að glíma við meiðsli.

Lloyd Kelly kemur inn fyrir Luis Sinisterra í liði Bournemouth.

Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Torres, Digne, McGinn, Tielemans, Diaby, Rogers, Bailey, Watkins.
Varamenn: Olsen, Carlos, Chambers, Lenglet, Duran, Kesler-Hayden, Iroegbunam, Munroe, Kellyman.

Bournemouth: Neto, Smith, Zabarnyi, Senesi, Kerkez, Cook, Christie, Kelly, Ouattara, Kluivert, Solanke.
Varamenn: Travers, McKenna, Scott, Hill, Semenyo, Unal, Billing, Aarons, Gonzalez.

Crystal Palace mætir West Ham á Selhurst Park. Oliver Glasner gerir aðeins eina breytingu á liðinu en Chris Richards kemur inn fyrir Jefferson Lerma.

David Moyes gerir á meðan þrjár breytingar frá 2-0 tapinu gegn Fulham síðustu helgi. Kurt Zouma og Angelo Ogbonna koma inn í vörnina í stað Nayef Aguerd og Konstantinos Mavropanos. Þá kemur Tomas Soucek inn fyrir Danny Ings.

Crystal Palace: Henderson, Richards, Andersen, Clyne, Mitchell, Hughes, Wharton, Munoz, Eze, Mateta, Olise.
Varamenn: Matthews, Ward, Holding, Tomkins, Ayew, Schlupp, Edouard, Ahamada, Riedewald.

West Ham: Fabianski, Coufal, Zouma, Ogbonna, Emerson, Alvarez, Ward-Prowse, Soucek, Kudus, Paqueta, Antonio.
Varamenn: Areola, Johnson, Cresswell, Phillips, Cornet, Ings, Casey, Mubama, Orford.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner