Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
   sun 21. apríl 2024 21:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Börsungar bálreiðir eftir tap í El Clasico
Bellingham skoraði sigurmarkið
Bellingham skoraði sigurmarkið
Mynd: EPA
Christensen kom Barcelona yfir
Christensen kom Barcelona yfir
Mynd: EPA

Leikmenn Barcelona voru allt annað en sáttir við dómarann þegar liðið tapaði gegn Real Madrid í erkifjendaslagnum í spænsku deildinni í kvöld.


Andreas Christensen kom Barcelona yfir snemma leiks þegar hann skallaði boltann í netið. Lucas Vazquez var tekinn niður í teig Barcelona og Real fékk vítaspyrnu sem Vinicius Junior skoraði úr og jafnaði metin.

Barcelona virtist hafa komist yfir þegar Lamine Yamal kom boltanum framhjá Lunin í marki Real en markvörðurinn kom boltanum út í tæka tíð að mati dómarans.

Leikmenn Barcelona vildu meina að boltinn hafi farið yfir línuna en marklínutæknin er ekki notuð á Spáni og eftir að VAR skoðaði atvikið var ákveðið að boltinn hafi ekki allur verið kominn yfir línuna.

Barcelona náði hins vegar forystunni þegar hinn tvítugi Fermin Lopez skoraði. Lucas Vazquez jafnaði metin og það var síðan Jude Bellingham sem tryggði Real Madrid stigin þrjú í uppbótatíma.

Real Madrid er með ellefu stiga forystu á Barcelona á toppi deildarinnar þegar sex leikir eru eftir.

Almeria 1 - 2 Villarreal
0-1 Ilias Akhomach ('25 )
1-1 Rafael Lozano ('30 )
1-2 Alexander Sorloth ('90 )
Rautt spjald: Largie Ramazani, Almeria ('87)

Getafe 1 - 1 Real Sociedad
0-1 Ander Barrenetxea ('13 )
1-1 Juan Miguel Latasa Fernandez Layos ('29 )

Alaves 2 - 0 Atletico Madrid
1-0 Carlos Benavidez ('15 )
2-0 Luis Rioja ('90 )

Real Madrid 3 - 2 Barcelona
0-1 Andreas Christensen ('6 )
1-1 Vinicius Junior ('18 , víti)
1-2 Fermin Lopez Marin ('69 )
2-2 Lucas Vazquez ('73 )
3-2 Jude Bellingham ('90 )


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 18 13 2 3 37 17 +20 41
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 19 10 4 5 23 20 +3 34
6 Betis 19 7 8 4 31 25 +6 29
7 Celta 18 6 8 4 24 20 +4 26
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 19 5 8 6 25 24 +1 23
10 Vallecano 19 5 7 7 16 22 -6 22
11 Real Sociedad 19 5 6 8 24 27 -3 21
12 Getafe 19 6 3 10 15 25 -10 21
13 Girona 19 5 6 8 18 34 -16 21
14 Sevilla 18 6 2 10 24 29 -5 20
15 Osasuna 19 5 4 10 18 22 -4 19
16 Alaves 19 5 4 10 16 24 -8 19
17 Mallorca 19 4 6 9 21 28 -7 18
18 Valencia 19 3 8 8 18 31 -13 17
19 Levante 18 3 5 10 21 30 -9 14
20 Oviedo 19 2 7 10 9 28 -19 13
Athugasemdir
banner
banner