Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   sun 21. apríl 2024 20:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Leverkusen skoraði dramatískt jöfnunarmark gegn Dortmund
Josip Stanisic
Josip Stanisic
Mynd: EPA

Þýsku meistararnir í Leverkusen eru enn taplausir þegar það er farið að líða á seinni hlutann á mótinu.


Leverkusen heimsótti Dortmund sem er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti en heimamenn komust yfir þegar Niclas Fullkrug skoraði laglegt mark.

Hann fékk fyrirgjöf og klippti boltann snyrtilega í netið.

Leverkusen hefur ekki tapað einum einasta leik í öllum keppnum á þessari leiktíð og það gerðist ekki í dag. Josip Stanisic tryggði liðinu jafntefli þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Florian Wirtz þegar sjö mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.

Dortmund missti þar með af mikilvægum stigum en liðið er í 5. sæti með 57 stig, tveimur stigum á eftir RB Leipzig.

Freiburg og Mainz skildu jöfn en Freiburg tapaði þar mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti og Mainz er fyrir ofan fallsæti á markamun. Þá vann Weder Bremen góðan sigur á Stuttgart.

Borussia D. 1 - 1 Bayer
1-0 Niclas Fullkrug ('81 )
1-1 Josip Stanisic ('90 )

Freiburg 1 - 1 Mainz
1-0 Michael Gregoritsch ('6 )
1-1 Jonathan Michael Burkardt ('40 )

Werder 2 - 1 Stuttgart
1-0 Marvin Ducksch ('28 , víti)
2-0 Marvin Ducksch ('49 )
2-1 Deniz Undav ('71 )


Athugasemdir
banner
banner