Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. maí 2020 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þurfa að æfa í um fjórar vikur að mati Gylfa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lið ensku úrvalsdeildarinnar að stíga sín fyrstu skref í endurkomu til æfinga eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Ekkert hefur verið spilað í deildinni síðan í mars og hafa leikmenn verið á heimaæfingum í útgöngubanni á Bretlandi. Í þessari viku hafa lið verið að snúa aftur til æfinga í litlum hópum.

Samkvæmt 'Project Restart' endurkomuáætluninni er vonast til þess að keppni í deildinni geti hafist aftur 12. júní.

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins, var í viðtali Sky Sports þar sem hann segir að leikmenn þurfi um fjórar vikur til þess að verða tilbúnir fyrir síðustu leiki tímabilsins.

„Ég veit að félagið er að vinna með deildinni og stjórnvöldum til að hafa þetta eins öruggt og hægt er fyrir alla. Ég treysti læknateyminu og ég er mjög ánægður að snúa aftur til æfinga. Það er miklu skemmtilegra en að æfa einn," segir Gylfi.

„Ég held að við þurfum um fjórar vikur til þess að vera tilbúnir, en allir eru mismunandi. Ég hef verið heppinn með meiðsli á mínum ferli, en ég myndi segja um fjórar vikur."

Sjá einnig:
Gylfi ræðir nýja stöðu, að spila án áhorfenda og enska boltann
Athugasemdir
banner
banner