Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   sun 21. maí 2023 23:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kórnum
Ómar: Pirrar mig að þeir komist upp með þetta og uppskeri mark
Ómar Ingi Guðmundsson.
Ómar Ingi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf hundfúlt að tapa. Það er vonbrigði hvað okkur gekk illa í fyrri hálfleik en ánægjulegt hvernig við komum út í seinni hálfleikinn. Það er fúlt að tapa," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 1-2 tap gegn Víkingum í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Víkingur R.

„Fyrri hálfleikurinn var klárlega ekki nógu góður, en við vorum ekki heppnir. Það er ekki heppni að Arnar ver og ekki heppni að komast fyrir skot. Það er bara vel gert hjá leikmönnunum mínum. En fyrri hálfleikurinn var klárlega ekki nógu góður."

„Við breyttum aðeins til í hálfleik, breyttum til í varnarleiknum og uppstillingunni. Það kom betur út. Þú gerir ráð fyrir einhverju og reynir að undirbúa þig. Svo gengur það ekki upp og þá þarf maður að geta breytt. Leikmennirnir gerðu það vel."

Víkingar eru búnir að vinna fyrstu átta leiki sína í deildinni en Ómar var farinn að gera sér vonir um að HK myndi ná stigi úr þessum leik.

„Mér fannst við vera góðir og jafnvel betri en þeir allan seinni hálfleikinn," sagði Ómar en hann var ósáttur við seinna markið sem Víkingar skoruðu. Nikolaj var þá aleinn á teignum og stangaði boltann í netið.

„Það sem pirraði mig er það að öll hornin sem þeir taka þá er Arnþór keyrður í burtu þegar hann er að elta Niko. Við endum oftar en einu sinni með liggjandi menn eftir hornin þeirra, þar sem þeir setja upp blokkir og hlaupa niður menn, og rífa niður menn. Það gerðist í seinna markinu, þess vegna var Niko einn. Það pirrar mig, að við séum búnir benda á þetta aftur og aftur en þeir komst upp með þetta og uppskera mark. Þetta gerist í öllum hornspyrnunum," sagði Ómar sem var virkilega ósáttur við seinna mark Víkinga.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner