Elías Már Ómarsson og hans menn í NAC Breda gerðu 1-1 jafntefli við Emmen í undanúrslitum umspilsins í hollensku B-deildinni í kvöld.
Keflvíkingurinn hefur ekki fengið margar mínútur til að spreyta sig í umspilinu en hann sat allan tímann á varamannabekknum í leiknum gegn Emmen.
Leikurinn var nokkuð jafn og var 1-1 líklega sanngjörn niðurstaða í fyrri leiknum en seinni leikurinn er spilaður á laugardagþ
Ef Breda tekst að vinna þann leik fer það í úrslitaleik um sæti í hollensku úrvalsdeildinni.
Elías, sem er 29 ára gamall, hefur komið að fimm mörkum með Breda á tímabilinu en hann komst til félagsins frá Nimes í janúar á síðasta ári.
Athugasemdir