Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 21. maí 2024 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Völdu leikmann ársins í enska - „Án hans tikkar liðið ekki"
Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal.
Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal.
Mynd: EPA
„Það kom mér smá á óvart að Phil Foden væri leikmaður ársins. Ef ég er alveg hreinskilinn," sagði Magnús Haukur Harðarson, stuðningsmaður Liverpool, í hlaðvarpinu Enski boltinn í dag þegar spurt var hver væri leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Tímabilið kláraðist um liðna helgi en Manchester City varð Englandsmeistari og Arsenal endaði þar skammt á undan.

Phil Foden, leikmaður Man City, var valinn leikmaður ársins af deildinni sjálfri en hann átti sitt besta tímabil á ferlinum með City sem varð Englandsmeistari.

Jón Kaldal, stuðningsmaður Arsenal, og Magnús Haukur voru gestir í Enski boltinn hlaðvarpinu í dag þar sem tímabilið var gert upp en þeir voru þar sammála um hver væri leikmaður ársins.

„Martin Ödegaard... án hans tikkar liðið ekki. Arsenal væri ekki á þessum stað án hans. Ég ætla að setja Ödegaard á minn lista sem besta leikmann tímabilsins," sagði Magnús Haukur.

„Tímabilið er 38 leikir og Ödegaard er betri yfir þá leiki en Foden. Ödegaard var algjörlega stórkostlegur í allan vetur," sagði Jón Kaldal.

Ödegaard, sem er 25 ára gamall, gekk í raðir Arsenal frá Real Madrid árið 2021. Hann er algjör lykilmaður í Arsenal og er fyrirliði liðsins.
Enski boltinn - Þegar partýið er búið
Athugasemdir
banner
banner