Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 21. júní 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frammistaða Dumfries vekur áhuga Bayern
Mynd: EPA
Frammistaða Denzel Dumfries á EM með hollenska landsliðinu hefur vakið áhuga Bayern Munchen.

Þýsku meistararnir eru sagðir íhuga að fá Dumfries sem er samningsbundinn PSV.

Hann er með ákvæði í samningi sínum sem gerir honum kleift að fara frá PSV ef annað félag býður 13 milljónir punda í hann.

Bayern er ekki sagt tilbúið að greiða 13 milljónir punda fyrir Hollendinginn og ætlar að ræða við PSV um möguleikann á að fá hinn 25 ára Dumfries á lægra verði.

Dumfries skoraði sigurmark Hollendinga í fyrstu umferð riðlakeppninnar gegn Úkraínu og skoraði einnig í sigrinum gegn Austurríki í annarri umferð.

Inter er einnig sagt hafa áhuga á Hollendingnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner