Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 21. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
5. deild: Smári skoraði átta mörk í toppslag - Jafnt í hinum toppslagnum
Mynd: Hafnir
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Það fóru tveir spennandi toppslagir fram í 5. deildinni í gærkvöldi þegar Hafnir og SR áttu heimaleiki.

Í A-riðli skildu Hafnir og Álafoss jöfn, 1-1, er liðin mættust í Reykjanesbæ.

Staðan var markalaus í leikhlé en Mateusz Jaremkiewicz tók forystuna fyrir Álafoss í síðari hálfleik og leiddu gestirnir 0-1 allt þar til á lokamínútunum.

Þá tók Ægir Þór Viðarsson, sem hafði komið inn af bekknum tæpum hálftíma áður, til sinna ráða og setti boltann í netið undir lokin.

Álafoss er áfram á toppi A-riðils með 17 stig eftir 7 umferðir. Hafnir eiga 16 stig eftir 6 umferðir.

Í B-riðli hirti Smári toppsætið með stórsigri gegn Skautafélagi Reykjavíkur.

Þar skoraði Alexander Fannberg Gunnarsson þrennu í fyrri hálfleik og Sigurður Tómas Jónsson setti tvennu.

Staðan var 1-6 fyrir Smára þegar flautað var til leikhlés og urðu lokatölur 2-8 Kópavogsstrákunum í vil.

Smári er taplaus á toppi riðilsins, með 19 stig eftir 7 umferðir. SR situr eftir í þriðja sæti með 15 stig.

Hafnir 1 - 1 Álafoss
0-1 Mateusz Jaremkiewicz ('57 )
1-1 Ægir Þór Viðarsson ('90 )

SR 2 - 8 Smári
0-1 Sigurður Tómas Jónsson ('3 )
0-2 Alexander Fannberg Gunnarsson ('7 )
0-3 Arnar Freyr Sigurgeirsson ('10 )
1-3 Ýmir Halldórsson ('13 , Sjálfsmark)
1-4 Sigurður Tómas Jónsson ('30 )
1-5 Alexander Fannberg Gunnarsson ('31 )
1-6 Alexander Fannberg Gunnarsson ('41 )
2-6 Gústav Kári Óskarsson ('48 )
2-7 Kristján Gunnarsson ('85 )
2-8 Reynir Thelmuson ('89 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner