Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   fös 21. júní 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Hollands og Frakklands: Kanté aftur maður leiksins
Mynd: FIFA
Eurosport hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir markalaust jafntefli Hollands og Frakklands í stórleik dagsins á Evrópumótinu.

Samkvæmt einkunnagjöf Eurosport var miðvörðurinn Dayot Upamecano besti leikmaður vallarins með 7 í einkunn, sem er sama einkunn og Mike Maignan markvörður og N'Golo Kanté miðjumaður fengu í kvöld.

Tæknileg nefnd UEFA valdi þó Kanté sem besta leikmann vallarins í kvöld og er það í annað sinn í röð sem hann fær þessa viðurkenningu, eftir að hafa einnig verið valinn bestur í sigrinum gegn Austurríki í fyrstu umferð.

Bart Verbruggen og Xavi Simons voru bestu leikmenn Hollendinga í jafnteflinu en Memphis Depay var versti leikmaðurinn.

Memphis fær 4 í einkunn fyrir sinn þátt, alveg eins og Marcus Thuram og Kingsley Coman í liði Frakka.

Holland: Verbruggen 7, Dumfries 6, De Vrij 6, Van Dijk 6, Ake 5, Schouten 5, Reijnders 6, Frimpong 6, Simons 7, Gakpo 6, Depay 4.
Varamenn: Geertruida 5, Wijnaldum 6, Veerman 5, Weghorst 5.

France: Maignan 7, Kounde 6, Upamecano 7, Saliba 6, Hernandez 5, Kante 7, Tchouameni 6, Rabiot 5, Dembele 5, Griezmann 6, Thuram 4.
Varamenn: Coman 4, Giroud 5.
Athugasemdir
banner
banner
banner