Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   fös 21. júní 2024 23:20
Sölvi Haraldsson
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Manni líður aldrei vel þegar maður tapar leik. Við mættum hingað til að vinna leikinn þannig auðvitað er maður svekktur. Við spilðum á löngum köflum vel og unnum boltann oft á tíðum á þeirra vallarhelming. Vonandi heldur FH-liðið áfram að sýna eitthvað í líkingum við þetta.“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-1 tap liðsins á Hlíðarenda gegn Valskonum í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

Valskonur fengu vítaspyrnu í seinni hálfleik þegar Aldís, markmaður FH-liðsins, braut á leikmanni Vals inni í vítateig FH. Guðni segist ekki hafa séð atvikið og að hann treysti dómaranum fullkomnlega vel fyrir því að taka réttu ákvörðunina.

Guðni er ánægður með frammistöðu liðsins yfir nokkra kafla í dag þrátt fyrir tap. Hann segir að FH-liðið vilji spila fótbolta þannig að þær pressa andstæðingana hátt upp völlinn.

Við spilum þannig fótbolta. Við hljótum að geta gert það á móti Val sem er gríðarlega vel mannað lið. Við gerðum það á löngum köflum mjög vel. Við mættum Valsliðinu og keyrðum á þær. Það skilaði samt ekki marki fyrr en alveg í lokin sem er gott.

Það vakti athygli fyrir leik að FH-liðið var einungis með fimm leikmenn á bekknum í kvöld.

Það eru meiðsli í hópnum. Einföld ástæða en það eru margir leikmenn meiddir. Við erum með varalið þar sem við látum okkar leikmenn spila. Þær eru bara uppteknar í öðrum verkefnum.

Andrea Marý er að æfa með FH-liðinu. Guðni segist ekki vita hvort eða hvenær hún kemur til baka en það er fylgst með hennar hjarta á æfingum.

Ég veit það ekki. Hún fór í aðgerð og er að æfa með okkur. Það er verið að fylgjast vel með henni. Hún æfir, eins og aðrir leikmenn, með hjartarit. Við fylgjumst bara með hennar hjarta, eins og annara leikmanna líka. Vonandi gengur það vel og hún getur komið aftur út á völl en við gerum það ekki nema læknir leyfi það.

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, senti frá sér pistil um slæma umgjörð Stöðvar Tvö Sport eftir leik Valskvenna gegn Fylki á dögunum. Guðni tekur undir með Pétri.

Það finna allir sem eru að starfa í kringum Bestu deild kvenna að það vantar helling upp á að bæta umgjörð. Það geta allir tekið til sín. Liðin sjálf geta tekið til sín. Áhorfendur geta tekið til sín. Þeir sem halda utan um umfjöllun geta tekið til sín. Hann talar fyrir hönd allra þeirra sem að þessari deild koma.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner