Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fös 21. júní 2024 23:20
Sölvi Haraldsson
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Manni líður aldrei vel þegar maður tapar leik. Við mættum hingað til að vinna leikinn þannig auðvitað er maður svekktur. Við spilðum á löngum köflum vel og unnum boltann oft á tíðum á þeirra vallarhelming. Vonandi heldur FH-liðið áfram að sýna eitthvað í líkingum við þetta.“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-1 tap liðsins á Hlíðarenda gegn Valskonum í kvöld.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

Valskonur fengu vítaspyrnu í seinni hálfleik þegar Aldís, markmaður FH-liðsins, braut á leikmanni Vals inni í vítateig FH. Guðni segist ekki hafa séð atvikið og að hann treysti dómaranum fullkomnlega vel fyrir því að taka réttu ákvörðunina.

Guðni er ánægður með frammistöðu liðsins yfir nokkra kafla í dag þrátt fyrir tap. Hann segir að FH-liðið vilji spila fótbolta þannig að þær pressa andstæðingana hátt upp völlinn.

Við spilum þannig fótbolta. Við hljótum að geta gert það á móti Val sem er gríðarlega vel mannað lið. Við gerðum það á löngum köflum mjög vel. Við mættum Valsliðinu og keyrðum á þær. Það skilaði samt ekki marki fyrr en alveg í lokin sem er gott.

Það vakti athygli fyrir leik að FH-liðið var einungis með fimm leikmenn á bekknum í kvöld.

Það eru meiðsli í hópnum. Einföld ástæða en það eru margir leikmenn meiddir. Við erum með varalið þar sem við látum okkar leikmenn spila. Þær eru bara uppteknar í öðrum verkefnum.

Andrea Marý er að æfa með FH-liðinu. Guðni segist ekki vita hvort eða hvenær hún kemur til baka en það er fylgst með hennar hjarta á æfingum.

Ég veit það ekki. Hún fór í aðgerð og er að æfa með okkur. Það er verið að fylgjast vel með henni. Hún æfir, eins og aðrir leikmenn, með hjartarit. Við fylgjumst bara með hennar hjarta, eins og annara leikmanna líka. Vonandi gengur það vel og hún getur komið aftur út á völl en við gerum það ekki nema læknir leyfi það.

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, senti frá sér pistil um slæma umgjörð Stöðvar Tvö Sport eftir leik Valskvenna gegn Fylki á dögunum. Guðni tekur undir með Pétri.

Það finna allir sem eru að starfa í kringum Bestu deild kvenna að það vantar helling upp á að bæta umgjörð. Það geta allir tekið til sín. Liðin sjálf geta tekið til sín. Áhorfendur geta tekið til sín. Þeir sem halda utan um umfjöllun geta tekið til sín. Hann talar fyrir hönd allra þeirra sem að þessari deild koma.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner