Valur er þessa stundina að spila við Stjörnuna í Pepsi Max-deild karla.
Valur hefur leikið á als oddi og er að niðurlægja Stjörnuna í Garðabænum.
Staðan í hálfleik er 5-0 fyrir Val. Þess má geta að Stjarnan hefur ekki tapað leik í deildinni í sumar.
Aron Bjarnason er búinn að skora tvö eins og Patrick Pederson. Birkir Már Sævarsson er einnig á skotskónum.
Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Pepsi Max-mörkunum og fyrrum sóknarmaður FH, fer mikinn um leik Vals á samfélagsmiðlinum Twitter. „Þessi fyrri hálfleikur hjá Val og ekki síst Aroni Bjarnasyni er með því allra besta sem ég hef séð á Íslandi," skrifaði Atli Viðar á Twitter.
Nálgast má textalýsinguna frá leiknum hérna.
Þessi fyrri hálfleikur hjá Val og ekki síst Aroni Bjarnasyni er með því allra besta sem ég hef sèð á Íslandi.
— Atli Viðar Björnsson (@atlividar) September 21, 2020
Athugasemdir