Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   fim 21. september 2023 09:45
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 23. umferðar - Besti ungi leikmaður tímabilsins?
watermark Hlynur Freyr Karlsson hefur átt frábært sumar og skapað sér nafn hjá íslenskum fótboltaáhugamönnum.
Hlynur Freyr Karlsson hefur átt frábært sumar og skapað sér nafn hjá íslenskum fótboltaáhugamönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Aron Elís Þrándarson í leiknum gegn KR.
Aron Elís Þrándarson í leiknum gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Daði Freyr Arnarsson.
Daði Freyr Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
1. umferðin eftir tvískiptingu Bestu deildarinnar er að baki og hér er Sterkasta liðið í boði Steypustöðvarinnar.

Hlynur Freyr Karlsson, leikmaður Vals og U21 landsliðsins, er í sjötta sinn í liðinu í sumar. Hlynur gerir svo sannarlega tilkall til þess að vera valinn besti ungi leikmaður tímabilsins. Hann var frábær í vörn Vals í 2-0 sigri gegn Stjörnunni og kórónaði frammistöðuna með því að skora seinna mark leiksins.

Birkir Heimisson var geggjaður inni á miðsvæðinu hjá Val í leiknum og skoraði frábært mark. Arnar Grétarsson er þjálfari umferðarinnar.



FH vann Breiðablik aftur á gervigrasinu á Kópavogsvelli! Fjórir leikmenn FH eru í liði umferðarinnar. Daði Freyr Arnarsson átti frábærar vörslur í markinu, Ástbjörn Þórðarson var frábær í bakverðinum og Kjartan Henry Finnbogason var leiðtogi í fremstu víglínu. Svo er það Davíð Snær Jóhannsson, sem hefur átt glæsilegt tímabil með FH og er valinn í úrvalsliðið í sjötta sinn. Aðalmaðurinn í sóknarleik FH.

Aron Elís Þrándarson heldur áfram að vera framúrskarandi hvar sem hann spilar á vellinum. Hann var í miðverðinum hjá Víkingi í 2-2 jafntefli gegn KR og skoraði fyrsta mark leiksins. Kristinn Jónsson er einnig í úrvalsliðinu en KR-ingar náðu að fresta titilfögnuði Víkinga.

Í neðri hlutanum var Tómas Bent Magnússon í ÍBV bestur á vellinum þegar Eyjamenn gerðu 2-2 jafntefli gegn Fylki. Hallgrímur Mar Steingrímsson var maður leiksins þegar KA vann Keflavík 4-2 og Aron Snær Ingason var bestur í Kórnum þar sem Fram gerði 1-1 jafntefli gegn HK.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 22. umferðar
Sterkasta lið 21. umferðar
Sterkasta lið 20. umferðar
Sterkasta lið 19. umferðar
Sterkasta lið 18. umferðar
Sterkasta lið 17. umferðar
Sterkasta lið 16. umferðar
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 27 21 3 3 76 - 30 +46 66
2.    Valur 27 17 4 6 66 - 35 +31 55
3.    Stjarnan 27 14 4 9 55 - 29 +26 46
4.    Breiðablik 27 12 5 10 52 - 49 +3 41
5.    FH 27 12 4 11 49 - 54 -5 40
6.    KR 27 10 7 10 38 - 48 -10 37
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 12 5 10 42 - 45 -3 41
2.    Fylkir 27 7 8 12 43 - 55 -12 29
3.    HK 27 6 9 12 41 - 55 -14 27
4.    Fram 27 7 6 14 40 - 56 -16 27
5.    ÍBV 27 6 7 14 31 - 50 -19 25
6.    Keflavík 27 2 10 15 27 - 54 -27 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner