Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. október 2018 19:00
Arnar Helgi Magnússon
Óttast að Yarmolenko verði frá í sex mánuði
Yarmolenko borinn útaf í gær.
Yarmolenko borinn útaf í gær.
Mynd: Getty Images
Andriy Yarmolenko sem kom til West Ham í sumar frá Borussia Dortmund meiddist illa í leiknum gegn Tottenham í gær.

Talið er að Yarmolenko verði frá í allt að sex mánuði. Yarmolenko virðist hafa misstigið sig illa í leiknum með þeim afleiðingum að hann féll til jarðar þegar enginn var nálægt honum.

Manuel Pellegrini sagði eftir leikinn í gær að það væri ekki komið í ljós hversu alvarleg meiðslin væru tók undir það að þetta hafi litið mjög illa út.

Tottenham vann leikinn 0-1 með marki frá Erik Lamela en hann hefur verið einn besti leikmaður Tottenham á tímabilinu.

Úkraínski landsliðsmaðurinn er búin að spila níu leiki fyrir West Ham og skora í þeim tvö mörk.

Athugasemdir
banner
banner
banner