Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 21. október 2021 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd og West Ham sektuð af UEFA
Mynd: Google
Manchester United og West Ham United þurfa að greiða sektir til UEFA vegna hegðunar stuðningsmanna í Evrópukeppnum.

Man Utd þarf að borga tæplega 10 þúsund evrur eftir að stuðningsmenn liðsins ruddust inn á völlinn eftir sigur gegn Villarreal í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Stuðningsmenn Man Utd köstuðu einnig hlutum á völlinn en Rauðu djöflarnir enduðu á að fá lága sekt.

Hamrarnir þurfa að borga 60 þúsund evrur í sekt eftir að stuðningsmenn þeirra og andstæðinganna frá Rapid Vín köstuðu hlutum inn á völlinn í 2-0 sigri West Ham í Evrópudeildinni.

Þá fékk kvennalið Arsenal viðvörun vegna hegðunar sinnar í 4-1 tapi gegn Barcelona í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner