Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fim 21. nóvember 2019 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Túfa: Okkar verkefni er að rífa þetta upp
Túfa er orðinn aðstoðarþjálfari Vals eftir að hafa verið aðalþjálfari Grindavíkur síðasta sumar.
Túfa er orðinn aðstoðarþjálfari Vals eftir að hafa verið aðalþjálfari Grindavíkur síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum betri leik á móti Stjörnunni, í dag mættum við ekki nægilega vel til leiks. Heilt yfir er ég mjög ánægður með þessa tvo leiki, og þessar tvær vikur," sagði Túfa, aðstoðarþjálfari Vals, eftir jafntefli við Breiðablik í Bose-mótinu.

Valur var 2-0 undir eftir 15 mínútur eða svo, en leikurinn endaði með 3-3 jafntefli.

„Við vorum lengi í gang, ég fann það strax í upphitun. Kannski eru menn pínu þungir og þreyttir, þetta var annar leikurinn eftir 3-4 æfingar. Það skiptir máli að við komum til baka, það var mjög sterkt."

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, er á Balí og stýrði Túfa liðinu í kvöld. Hann var aðalþjálfari Grindavíkur á síðustu leiktíð, en er nú orðinn aðstoðarþjálfari.

„Þegar þetta kom upp var ég mjög ákveðinn að fara í þetta dæmi með Heimi. Valur er stærsta félag á landi. Þetta skref fram á við á mínum þjálfaraferli."

Valur hafnaði í sjötta sæti Pepsi Max-deildarinnar síðasta sumar eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar tvö árin þar á undan.

„Það vantar ekki gæðin, þetta er stór og flottur hópur - flottir karakterar líka. Það kemur alltaf svona eitt ár sem er 'down' eftir svona mikla sigursæld. Það gerist hjá öllum liðum. Okkar verkefni er að rífa þetta upp og ég tel leikmenn klára í það."

Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir