Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. nóvember 2020 13:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorsteinn ræðir við heimasíðu Fulham - Kallaður 'Thor'
Þorsteinn spilar með U18 liði Fulham.
Þorsteinn spilar með U18 liði Fulham.
Mynd: Fulham
Þorsteinn Aron Antonsson gekk í raðir Fulham frá Selfoss síðastliðið sumar. Þessi 16 ára gamli varnarmaður sprakk út með Selfossi og var valinn efnilegasti leikmaður 2. deildar karla á síðustu leiktíð.

'Thor' eins og hann er kallaður hjá Fulham, var nýlega í viðtali við heimasíðu félagsins. Hann hefur fengið góðar móttökur hjá enska úrvalsdeildarfélaginu.

„Ég er mjög ánægður hérna. Það tók mig nokkrar vikur að aðlagast vegna þess að ég er ekki góður í að tala ensku, en þetta er allt að skána. Það hafa allir hérna verið svo vingjarnlegir og hjálpsamir," segir Þorsteinn.

„Þetta var mikil breyting fyrir mig að koma hingað og mér fannst það erfitt að flytja frá fjölskyldu og vinum, en þetta er það sem mig hefur alltaf dreymt um."

„Fótboltinn hér er öðruvísi. Hann er spilaður á meiri hraða og þú færð minni tíma á boltann. Það eru líka gerðar meiri kröfur á æfingum sem er gott því þá mun ég bæta mig sem fótboltamaður," segir Þorsteinn en spennandi verður að fylgjast með þessum efnilega leikmanni á næstu árum.

Sjá einnig:
Þorsteinn upplifir drauminn hjá Fulham - „Markmiðið að spila með U23 í vetur"
Athugasemdir
banner
banner