Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. nóvember 2022 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Moore: Væri stórkostlegt að slá England úr leik
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Kieffer Moore, hávaxinn sóknarmaður Wales, segist hlakka til að slá nágranna sína frá Englandi úr leik í riðlakeppni heimsmeistaramótsins.


Wales og England eru í riðli ásamt Bandaríkjunum og Íran og fer fyrsta umferð fram í dag.

Wales mætir Bandaríkjunum í spennandi viðureign og á næst leik við Íran áður en liðið mætir Englandi í því sem gæti reynst úrslitaleikur um sæti í útsláttarkeppninni.

„Það væri stórkostlegt að slá England úr leik," sagði Moore, sem er fæddur á Englandi og á leik að baki fyrir C-landslið Englands. „Ég man ekki mikið eftir þessum leik, ég held þetta hafi verið gegn Eistlandi og ég kom inn undir lok leiksins."

Afi Moore er velskur og þar af leiðandi fær leikmaðurinn að spila með landsliðinu. Moore leikur sem sóknarmaður í liði Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni og skoraði framhjá landsliðsmarkverði Englendinga, Jordan Pickford, í sigri gegn Everton í haust.

Tyler Adams, miðjumaður Leeds United og bandaríska landsliðsins, þekkir Moore úr úrvalsdeildinni og segist vera búinn að vara liðsfélagana við honum.

„Hann er gríðarlega ógnandi leikmaður, við komumst að því þegar við spiluðum við Bournemouth í haust. Hann er stórkostlegur í loftinu og virkilega vanmetinn þegar kemur að boltatækni og að klára færi. Ég er búinn að ræða við miðverðina og þeir vita vel að það verður alltaf að vera minnst einn leikmaður límdur við hann í leiknum," sagði Adams.


Athugasemdir
banner
banner