sun 22. janúar 2023 14:58
Brynjar Ingi Erluson
Kolbeinn Finns á leið til Lyngby
Kolbeinn Birgir Finnsson er á leið til Lyngby
Kolbeinn Birgir Finnsson er á leið til Lyngby
Mynd: Getty Images
Árbæingurinn, Kolbeinn Birgir Finnsson, er að ganga í raðir danska félagsins Lyngby frá Borussia Dortmund. Það er mbl.is sem greinir frá.

Kolbeinn hefur verið samningsbundinn Dortmund frá 2019 en hann kom til félagsins frá enska félaginu Brentford.

Hann hefur spilað með varaliði félagsins í þýsku C-deildinni og þá spilað æfingaleiki með aðalliðinu.

Samningur hans við Dortmund rennur út í sumar og er nú ljóst að hann framlengir ekki við félagið.

Mbl.is greinir frá því í dag að Kolbeinn sé á leið til Íslendingaliðs Lyngby í Danmörku.

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby en Kolbeinn verður þriðji íslenski leikmaðurinn á mála hjá félaginu á eftir Sævari Atla Magnússyni og Alfreð Finnbogasyni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner