Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. febrúar 2020 15:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard fyrstur til að hafa betur gegn Mourinho í báðum leikjum
Mourinho og Lampard á hliðarlínunni í dag.
Mourinho og Lampard á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard er fyrsti knattspyrnustjórinn sem nær að hafa betur gegn Jose Mourinho í báðum leikjum á deildartímabili.

Lampard stýrir Chelsea og er hann búinn að stýra liðinu tvisvar til sigurs gegn Tottenham-liði Mourinho í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Í dag vann Chelsea 2-1 sigur á Tottenham.

Mourinho hefur starfað sem knattspyrnustjóri frá árinu 2000 með frábærum árangri og er þetta því mjög merkilegur árangur. Lampard er á sínu öðru tímabili sem knattspyrnutjóri.

Lampard lék fyrir Chelsea undir stjórn Mourinho og hefur því væntanlega lært eitthvað af þeim portúgalska.

Chelsea er eftir leikinn í dag í fjórða sæti með 44 stig, fjórum stigum meira en Tottenham í fimmta sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner