Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   fim 22. mars 2018 07:00
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Jón Daði: Var best í stöðunni að láta Stam fara
Icelandair
Jón Daði nýtur sín í Bandaríkjunum.
Jón Daði nýtur sín í Bandaríkjunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að flestir hafi verið farnir að búast við þessu. Gengi liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska," segir Jón Daði Böðvarsson um tíðindi vikunnar frá hans félagsliði, Reading.

Knattspyrnustjórinn Jaap Stam var látinn taka pokann sinn en Reading er aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti í Championship-deildinni ensku.

„Þessar fréttir komu mér ekki í opna skjöldu. Miðað við hvað þjálfarar fá stuttan tíma í þessari deild þá fékk hann góðan tíma. Ég held að það hafi verið best í stöðunni."

Persónulega hefur Jóni Daða þó gengið vel.

„Ég er að eiga eitt mitt besta tímabil í atvinnumennskunni. Ég er að skora mikið af mörkum og finna mig vel inni á vellinum. Ég er sáttur við persónulegu frammistöðuna mína þó það sé auðvitað leiðinlegt þegar gengi liðsins er svona."

„Þetta hefur verið ansi erfitt, mikið af jafnteflum og töpum. Við höfum ekki unnið í 18 leikjum í röð núna. Okkur vantar gríðarlega að fá sigur í pokann. Þetta er ekki nægilega gott og það er erfitt að komast út úr svona," segir Jón Daði.

Hann er með íslenska landsliðinu í Bandaríkjunum þar sem framundan eru vináttulandsleikir gegn Mexíkó og Perú. Er hann farinn að finna að það styttist í HM?

„Það er rosalega stutt í þetta en ég hef reynt að hugsa ekki neitt út í þetta. Mér finnst það ekkert hjálpa. Frammistaða mín með Reading skilar góðri frammistöðu með landsliðinu svo Reading er í forgangi núna ásamt því að gera mig kláran fyrir landsliðið."

Viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Sjá einnig:
Jón Daði og Kolbeinn ekki með gegn Mexíkó
Athugasemdir
banner