sun 22. mars 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fellaini fyrsti leikmaður kínverska boltans með kórónuveiruna
Belgíski miðjumaðurinn Marouane Fellaini er fyrsti leikmaður kínverska boltans til að greinast með kórónuveiruna.

Fellaini fékk jákvæða niðurstöðu úr prófi sem hann tók í Jinan héraði í Kína.

Fellaini er besti leikmaður Shandong Luneng þar sem hann er kominn með 13 mörk í 34 leikjum. Graziano Pellé, fyrrum sóknarmaður Southampton, er einnig hjá félaginu og hefur skorað 54 sinnum í 110 leikjum.

Fellaini er 32 ára gamall og hefur aðeins sýnt mild einkenni hingað til.

Fellaini á 87 landsleiki að baki fyrir Belgíu. Hann gerði garðinn frægan með Everton og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir